Faxaflóamót 2024
Faxaflóamót 2024
TILKYNNING UM KEPPNI
FAXAFLÓAMÓT 2024*
Reglur
1.1. Keppt verður samkvæmt reglum sem tilgreindar eru í Alþjóða kappsiglingareglum 2021-2024
1.2. Einnig gilda Kappsiglingafyrirmæli SÍL.
1.3. Einnig gilda reglur IRC.
1.4. Keppnin verður ekki haldin ef keppnisstjórn hefur ekki yfirsjón yfir keppnissvæðið vegna skerðingar á skyggni.
1.5. Þegar regla 20 gildir, má bátur gefa til kynna þörf fyrir rúm til að stagvenda t.d. með kalli eða bendingum.
1.6. Mótið fellur niður ef fjórir bátar eða færri eru skráðir fyrir kl. 23:00 18. júní 2024.
Keppnisfyrirmæli
2.1. Kappsiglingafyrirmæli eru afhent á skipstjórafundi og á FB síðu félagsins á https://www.facebook.com/siglingafelagreykjavikur
2.2. Siglingafyrirmælin eru samkvæmt leiðbeiningum í RRS Viðauka S/ sjá þýðingu SÍL af sniðmáti á heimasíðu SÍL.
Samskipti
3.1. Keppnisstjórn birtir upplýsingar á Facebook síðu Brokeyjar, https://www.facebook.com/siglingafelagreykjavikur
3.2. Keppnisstjórn notar rás 6 fyrir öll samskipti.
3.3. Á meðan á keppni stendur (tekur gildi við fyrsta viðvörunarflaut) mega keppendur ekki nota talstöðvar eða önnur samskiptatæki nema í neyðartilvikum og ef allir keppendur fá sömu upplýsingar. Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma.
Hlutgengi, skráning og þátttaka
4.1. Mótið er opið öllum kjölbátum og dagbátum í forgjafakeppni og skal bátur hafa gilt IRC forgjafaskírteini samþykkt af SÍL.
4.2. Áhafnameðlimur verður að vera fullgildur félagi í siglingafélagi skv. móta- og keppnisreglum SÍL við skráningu á mótið.
4.3. Keppt er í opnum flokki kjölbáta með IRC forgjöf.
4.4. Hlutgenga báta má skrá með því að senda upplýsingar um nafn báts, forgjöf, tryggingafélag, nafn skipstjóra og áhafnarmeðlimi til brokey@brokey.is, fyrir kl.: 23:00 þann 18. júní 2024.
Afrit af gildu forgjafarskírteini skal senda rafrænt með skráningarpóstinum.
4.5. Skráning að fresti liðnum er heimiluð fram að skipstjórafundi, gegn 100% álagi.
4.6. Skráning telst ekki gild fyrr en öllum skráningarskilyrðum er fullnægt og þátttökugjald hefur verið greitt.
4.7 Áhafnarlista má breyta allt fram að skipsstjórafundi.
Þátttökugjald
5.1. Áskilin gjöld eru eftirfarandi: Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim er kr. 5.000.
5.2. Þátttökugjald skal greitt á https://www.sportabler.com/shop/brokey.
5.3. Við greiðslu þátttökugjalds skal taka fram nafn báts sem keppt er á.
5.4. Þátttökugjald er kr. 10.000 eftir skráningarfrestur er liðinn.
5.5. Önnur gjöld: Boðið verður upp á veitingar á Akranesi en greitt er fyrir þær sérstaklega.
Takmarkanir um áhöfn
6.1. Eftirfarandi takmarkanir gilda um fjölda í áhöfn: Fjöldi áhafnarmeðlima er samkvæmt reglum IRC og forgjafarskírteinis.
6.2. Heimilt er að skrá varamenn í áhöfn, greitt er fyrir hámarksfjölda keppenda á bát. Ekki er greitt sérstaklega fyrir varamenn.
Auglýsingar
7.1. Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.
7.2. Skipuleggjendur geta skaffað fatnað með auglýsingum sem keppendur skulu bera eins og heimilað er í auglýsingareglum World Sailing.
Spretturinn
8.1. Á mótinu verður keppt í Sprettinum, þ.e. siglingu frá Reykjavíkur til Akraness og veitt eru sér verðlaun fyrir þá keppni. Hún telst samt sem áður í stigakerfi mótsins.
Tímaáætlun
9.1. Skráningu skal í síðasta lagi lokið fyrir skipstjórafund, sbr. gr. 4.5.
9.2. Mælingar og skoðun fara fram strax að loknum skipstjórafundi ef keppnisstjóri óskar eftir því.
9.3. Keppnisdagar / dagskrá:
Föstudagur, 21. júní, skipstjórafundur kl. 17:00.
Áætluð ræsing kl. 18:00. Keppt er í svokölluðum Spretti frá Reykjavík til Akraness.
Laugardagur, 22. júní, skipstjórafundur kl. 11:00
Tvær keppnir fyrir utan Akranes. Áætluð ræsing kl. 12:00
Keppt á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Áætluð ræsing kl. 16:30
Ekki verður ræst eftir kl. 17 þann dag.
Sunnudagur, 23. júní, er varadagur.
9.4. Fjöldi keppna eru áætlaðar fjórar.
9.5. Viðvörunarmerki:
21. júní, fyrsta viðvörunarmerki er áætlað kl. 17:55
22. júní, fyrsta viðvörunarmerki er áætlað kl. 11:55
Á síðasta áætlaða keppnisdegi verður ekki gefið viðvörunarmerki eftir klukkan kl. 20:00
9.6. Keppni er ekki ræst ef vindstyrkur er undir 2m/s eða yfir 10m/s að jafnaði í brautinni.
Mælingar og skoðun
10.1. Leggja skal fram gilt forgjafarskírteini fyrir hvern bát við skráningu, sbr. gr. 4.4.
10.2. Mælingar og skoðun fara fram strax að loknum skipstjórafundi ef keppnisstjóri óskar eftir því.
10.3. Komi í ljós við mælingu og skoðun að skráning í forgjafarskírteini sé röng er óheimil þátttaka á bátnum.
Stigagjöf
11.1 Notað er lágstigakerfi skv. A4.1 í viðauka A
11.2 Mótið telst gilt þó aðeins takist að sigla tvær keppnir.
11.3 Þegar færri en 4 keppnum hefur verið lokið telst samanlögð stigatala úr keppnunum sem heildarstigatala í mótinu.
Bryggjupláss
12.1 Brokey útvegar viðlegupláss fyrir þátttakendur frá þriðjudeginum 18. júní til þriðjudagsins 25. júní við Ingólfsgarð. Það þýðir ekki að lofað sé stæði með útleggjurum.
12.2 Beiðnir um viðlegupláss skal senda til stjórnar Brokeyjar á brokey@brokey.is.
12.3 Upplýsingar um viðlegupláss á Akranesi verða veittar á skipstjórafundi.
Takmarkanir á að bátar séu teknir á land
13.1 Kjölbátar skulu ekki teknir á land á meðan mótið stendur yfir nema að fengnu skriflegu leyfi keppnisstjórnar og í samræmi við þá skilmála sem þar eru tilgreindir.
Köfunarbúnaður og plastlaugar
14.1 Ekki skal nota öndunarbúnað til notkunar neðansjávar og plastlaugar eða samsvarandi búnað við kjölbáta frá því undirbúningsmerki fyrir fyrstu keppni er gefið og þar til móti lýkur.
14.2 Óheimilt er að þvo kjölbáta undir vatnslínu á keppnistíma.
Persónuvernd
15.1 Með skráningu í keppni heimila þátttakendur myndbirtingar á vegum keppnishaldara og SÍL ásamt birtingu úrslita.
Takmörkun ábyrgðar
16.1 Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda, líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við eða fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur án tillits til orsakatengsla.
Tryggingar
17.1 Hver bátur skal vera tryggður og með gildri ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem kann að eiga sér stað.
Verðlaun
18.1 Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í heildarstigakerfi mótsins.
18.2 Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sætið í Sprettinum Reykjavík - Akranes.
18.3 Verðlaunaafhending hefst að lokinni keppni til Reykjavíkur.
Frekari upplýsingar
19.1 Frekari upplýsingar veitir Mótanefnd Brokeyjar og/eða stjórn Brokeyjar.
Reykjavík, 31. maí 2024
*Keppnisreglur þessar eru birtar af stjórn Brokeyjar og Mótanefnd Brokeyjar með fyrirvara um breytingar sem kunna að vera nauðsynlegar á skipulagi mótsins.