Aukaaðalfundur

Seinna start

Eins og aðalfundargestir vita þá flæktist upphalið á ársreikningnum og ákvað aðalfundur að fresta framlagningu hans og allra annarra dagskrárliða utan skýrslu stjórnar til fimmtudagsins 5. febrúar kl. 18:00 - í félagsheimilinu í Nauthólsvík.

Dagskrá aukaaðalfundar:

1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Reikningar lagðir fram og útskýrðir.

3. Umræða um reikninga.

4. Reikningar bornir upp til samþykktar.

5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.

6. Kosning formanns.

7. Kosning tveggja meðstjórnenda sem eru með tveggja ára kjörtímabil og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum.

8. Kosning tveggja skoðunarmanna.

9. Ákvörðun félagsgjalda.

10. Önnur mál.

11. Fundarslit.

Við hvetjum félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi félagsins og bjóða fram krafta sína í stjórn eða nefndastörf á komandi starfsári.

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða formanns geta tilkynnt framboð með því að senda tölvupóst á [email protected].

Það er samt ekki skilyrði fyrir framboði að tilkynna það fyrirfram og vel hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Next
Next

Skýrsla stjórnar 2025