Akademían

Siglingaskólinn hjá Siglingafélagi Reykjavíkur

Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, býður upp á fullt af skemmtilegum námskeiðum í sumar fyrir öll, bæði byrjendur og lengra komna. Við höfum tekið upp nýja námskrá sem hefur verið unnin í samstarfi við Alþjóða Siglingasambandið (World Sailing) og Siglingasamband Íslands (SÍL).

Skráning á öll námskeiðin fer fram í gegnum Sportabler og hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þau.

Fyrsta siglingin (6-8 ára)

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að leyfa krökkum að kynnast siglingum, njóta þess að sigla, vera hluti af áhöfn og finna fyrir öryggi á sjónum. Leiðbeinandi siglir ásamt nemendum á kænum af tegundinni RS Quest og þannig kynnast þau grunnatriðum í siglingum. Þátttakendur eru hvött til að taka í stýri og taka þátt í seglastillingum 

Aldur: 6-8 ára
5 virkir dagara 3 tímar í senn
Verð: 25.000 kr

Fullorðinsnámskeið (16+ ára)

Byrjendanámskeið fyrir fullorðna sem vilja læra að sigla kænu. Siglt er á 3-4 manna kænu sem kallast RS Quest með leiðbeinanda um borð. Í lok námskeiðs er ætlast til að þátttakendur nái færni á við Stig 1 sem felur í sér að taka vendingar, sigla hliðarvind og lága beitingu ásamt því að gera riggað bát með lágmarks aðstoð. Ef vel gengur er hægt að setja markið hærra. Möguleiki verður á algjörlega sjálfstærði siglingu. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga, laugardaga og sunnudag, þrír tímar í senn.

Aldur: 16+ ára
Laugardagur og sunnudagur,  3 tímar í senn
Verð: 30.000 kr

Stig 1 - Byrjendanámskeið (9-15 ára)

Skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 9-15 ára þar sem grunnatriði í siglingum eru kennd. Aðaláhersla er lögð á öryggi og skemmtun og að öll hafi jákvæða upplifun og skemmti sér á sjónum. Vikunámskeið sem kennd eru annars vegar fyrir hádegi og hins vegar eftir hádegi.

Aldur: 9-15 ára
5 virkir dagara 3 tímar í senn
Verð: 25.000 kr

Stig 2 - Sigldu betur (9-15 ára)

Þetta er framhaldsnámskeið sem tekur við af byrjendanámskeiðinu. Á þessu námskeiði sigla þátttakendur tvö og tvö saman og læra því bæði hlutverk stýrimanns og áhafnar og læra því mikilvægi samvinnu og góðra samskipta úti á sjó.

Aldur: 9-15 ára
5 virkir dagara 3 tímar í senn
Verð: 25.000 kr

Stig 3 - Lærðu að keppa og sjóaranámskeið (9-15 ára)

Á stigi 3 er lögð áhersla á sjálfstæða siglingu. Valið stendur á milli Lærðu að keppa og Sjóaranámskeiðs. Á Lærðu að keppa sigla þátttakendur á tveggja manna bátum og læra því bæði hlutverk stýrimanns og háseta. Kend eru grunnatriði í kappsiglingum og útskrift af námskeiðinu veitir rétt til að ganga til liðs við æfingahóp Brokeyjar.

Á Sjóaranámskiðinu er skerpt er á allri færni siglarans og í lok námskeiðs eiga þátttakendur að geta riggað kænu, sjósett bát, stöðvað bát, rétt við bát sem hefur hvolft, komið í land án aðstoðar, kunn á sjókort og áttavita, teikna siglingaleiðir, rífa segl, festa sig við bólfæri og hvernig skal bjarga manneskju sem fallið hefur frá borði. Útskrift veiti rétt til þátttöku í Ævintýrahóp Brokeyjar.

Aldur: 9-15 ára
5 virkir dagara 3 tímar í senn
Verð: 25.000 kr

Annað 

Auk þessara námskeiða bjóðum við upp á ævintýrahóp og keppnishóp. Þeir eru báðir yfir allt sumarið, alla virka daga

Ævintýrahópur kl. 13:00 - 16:00

Æfingahópur kl. 16:30 - 19:30