Borgin sigraði í breytilegri

/ ágúst 6, 2014

2014-08-05 18.17.20

Þetta var með réttu kallað breytileg átt, snérist 180 gráður með tveimur lognum inni á milli.
Fljótlega eftir ræsingu fór að bera á logninu og satt að segja voru horfurnar ekki bjartar. En eftir um tvo tíma skriðu bátar fyrir marklínu. Keppnisstjóri var Guðmundur Attenborough á Ögrun. Keppnin var svo svakalega róleg að keppnisstjórinn gleymdi sér við að fylgdist með tímgun og viðkomu mávastofnsins þannig að tímarnir eru fengnir með líkindareikningi og takið eftir … hann fékk sig ekki til að setja Ögrun í efsta sæti.

 

2014-08-05 17.31.51

Krækja þurfti fyrir Bankabaujuna og eins og keppendur tóku eftir lá langur spotti úr baujunni sem betra er að forðast. Þetta er hinn svokallaði skuldahali.

2014-08-05 19.31.25

Óli skælbrosandi að sigla í hina áttina.

2014-08-05 19.31.15 2014-08-05 19.31.07
2014-08-05 21.18.39

Níu bátar tóku þátt og Ögrun í því sjöunda, aldrei verið svo neðarlega. Boðað hefur verið til krísufundar um borð í rauða bátnum vegna hrunsins. Guð blessi Ögrun.
(Úff … hversu lengi er hægt að gera sér mat úr hinu svokallaða hruni?)

2014-08-05 21.15.05

Að sjálfsögðu spunnust miklar umræður um lífrænan ólíkindareikning Guðmundar.

Share this Post