Faxaflóamótið – úrslit og myndir

/ júní 24, 2014

20140622_155103

Faxaflóamótið var haldið síðustu helgi og tókst með eindæmum vel þökk sé keppnisstjóra Brokeyjar, Jóni Pétri Friðrikssyni, sem stóð sig með eindæmum vel. Hvort sem það var við tímatöku eða við að grilla ofan í keppendur þá tókst allt með ágætum. Einar Guðmundsson, starfsmaður Faxaflóahafna hjálpaði einnig mikið til en höfnin lagði til aðstöðu á jarðhæð hafnarhússins á Akranesi og kunnu við þeim bestu þakkir fyrir það framtak …

Sú nýbreytni var á þessu ár að í raun var um eina keppni að ræða en alls voru sigldar fjórar umferðir. Sú fyrsta á föstudeginum, tvær á laugardeginum og svo ein á sunnudeginum, en þá var siglt til baka frá Akranesi. Alls tóku sex bátar þátt í þessu mót að auki sigldu nokkrir krúserar upp á Skaga á laugardeginum og tóku þátt í sameiginlegri grillveislu. Eins og undanfarin ár þá hefur það verið venjan að verðlauna þann bát sem sigraði í sprettinum, Reykjavík – Akranes, en það var áhöfnin á Lilju sem sigraði á þessu ári.

 

Niðurstaða keppninnar:

1. Dögun
2. Lilja
3. Ísmolinn

Svo eru fleirri myndir á FB.

20140622_160837 20140622_160832 20140622_155008

Share this Post