Færslusafn

Allt á floti á Ingólfsgarði, bæði inni og úti!!!

Félagsmenn sem mættu á vikulegan fund s.l. sunnudagsmorgun, hefðu betur mætt með sundskýluna með sér þennan dag, því það hefði verið frábært að sitja saman á gólfinu í söltum sjó og svo var líka möguleiki að skella sér í sturtu úr sjó sem lak úr ljósum í loftinu. Húsnæðið sem Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er í á Ingólfsgarði lekur sem sagt töluvert eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Við skulum vona að breytingar verði á næstu mánuðum með húsnæðið en húsnæðisnefndin vinnur hörðum höndum þessa dagana í lausn á þessu máli.

IMG_20150222_111700 Lesa meira

Viltu sigla í sól og sumaryl?

Ég er með 46 feta Bavaria skútu á Spáni sem er til leigu til áhugasamra. Skútan heitir Margrét RE 2802 og er 46 feta seglskip af gerðinni Bavaria 46 Cruiser árgerð 2005. Skipið hefur fjórar káetur og tekur að hámarki 8 farþega og er skráð á íslenskri skipaskrá. Margrét er búin að fara í tvígang yfir Atlantshafið.

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Kveðja, Einar.

Netfang:  einar@openoceanconsulting.net

Margrét RE2802

Aðalfundur

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 31. janúar, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Klúbbfáni – Burgee

Við vorum að fá til landsins nýja fána / burgee með logoi félagsins. Stærðin er 32 cm x 47 cm, en um virkilega vantaða fána er að ræða frá fyrirtækinu  www.prestigeflag.com Hægt er kaupa fána sunnudaginn 14. des á milli kl. 12-13 á Ingólfsgarði. Einnig er hægt að senda tölvupóst á brokey@brokey.is og fá senda í pósti.

Verð: 4.500 kr / stk. (ef keyptir eru þrír eða fleirri þá er veittur 15% afsláttur)

IMG_20141212_165942

Skúturnar í Gufunesi

Í eftirlitsferð í Gufunes í dag var ekki annað að sjá en allir bátar séu vel fastir og allt í góðu lagi. Við viljum hvetja félagsmenn til að fylgjast reglulega með sýnum bátum og við mælum með að bátarnir séu frekar festir niður með strappa en spottum.

Sigurvon kom úr viðgerð eftir töluverðar endurbætur, löguð voru flothólfin að innanverðu, að utan var kantur, stefni og mótorfesting löguð.

IMG_20141212_152554 Lesa meira

Sigurvon á ferðinni

Í dag var Sigurvon færð frá Gufunesi og í Trefja í Hafnarfirði þar sem taka á skútuna í gegn næstu tvær vikurnar. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt í viðgerðinni og læra á viðgerðir af þessu tagi geta sent póst á brokey@brokey.is en gert er ráð fyrir að unnið verði dag og kvöld. Umsjón með verkinu hefur Maciej Bauer.

IMG_20141124_161748 Lesa meira

Léttjólabjórkvöld

22. njolabjoróvember kl. 20.00 (takið kvöldið strax frá) ætla siglarar og áhugafólk um jólabjór að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði er í boði og eins og áður. Úlfur Hrjóbjartsson mun stjórna hinni geysivinsælu „Pub Quiz“ spurningarkeppni. Skipt verður í lið á staðnum og það lið sem vinnur fær óvænt verðlaun.

Skráning stendur yfir á facebook og á heimasíðunni undir nánar.

Allir (+20 ára) siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið!

P.s. Heyrst hefur að Magnús Arason, nýkrýndur „Siglingamaður ársins“ verði á staðnum og muni gefa eiginhandaráritanir fyrir þá sem vilja.

Magnús og Hulda Lilja sigl­inga­fólk árs­ins

DSC_0091

Magnús Arason og Hulda Lilja Hannesdóttir frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey voru kosin siglingamaður og siglingakona ársins á lokahófi Siglingasambands Íslands sem fór fram laugardaginn 15. nóvember.

Það er áhöfnin á Dögun, einnig frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey sem er Íslandsbikarmeistari siglinga 2014 en í áhöfn er Þórarinn Stefánsson, Magnús Waage, Magnús Arason og Ólafur Már Ólafsson.
Önnur verðlaun:
Siglingaerfni ársins er Þorgeir Ólafsson (Brokey)
Sjálfboðaliði ársins er Aðalsteinn Jens Loftsson (Ýmir)
Strandbikarinn fékk Áki Áskeirsson (Brokey)
Ævintýrabikarinn fékk Kai Logemann (Brokey)
Kayakmaður ársins er Eymundur Ingimundarson
Kayakkona ársins er Klara Bjartmarz

 

DSC_0072

f.v. Ólafur Már Ólafsson, Magnús Arason, Magnús Waage og Úlfur Helgi Hrjóbjartsson (Fomaður SÍL)

DSC_0067

Þorgeir Ólafsson og Úlfur Helgi Hrjóbjartsson (Fomaður SÍL)

Jólakötturinn mælir með:

Blá+-+net

Sælir siglingamenn og sælar siglingakonur!

Á vormánuðum ýttum við Helga Lilja kærastan mín nýju fatamerki úr vör; bið að heilsa niðrí slipp. Hönnunin er einföld og stílhrein og ráða höfuðáttabaujurnar þar flestu, rétt eins og á sjó …

Lesa meira

Góðir gestir heimsóttu Brokey

Iceland Oct 16 to 20 2014 051

Nokkrir meðlimir Royal Nova Scotia Yacht Squadron frá Kanada komu í Lokabrok félagsins 18. október sl. en um 18 félagar klúbbsins komu til Íslands til að skoða og kynna sér land og þjóð. Hluti hópsins kom í heimsókn til okkar en stór hluti var á ferðalagi um suðurlandið þegar Lokabrokið var haldið og komst því ekki. Mjög mikil ánægja var með heimsókn hópsins til landsins, en þetta var fyrsta ferð næstum allra í hópnum til landsins. Greg Cameron var í forsvari fyrir hópinn en hann átti hugmyndina að ferðinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsókn til okkar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir gáfu okkur klúbbfánann sinn.