Færslusafn

Léttjólabjórkvöld

22. njolabjoróvember kl. 20.00 (takið kvöldið strax frá) ætla siglarar og áhugafólk um jólabjór að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði er í boði og eins og áður. Úlfur Hrjóbjartsson mun stjórna hinni geysivinsælu “Pub Quiz” spurningarkeppni. Skipt verður í lið á staðnum og það lið sem vinnur fær óvænt verðlaun.

Skráning stendur yfir á facebook og á heimasíðunni undir nánar.

Allir (+20 ára) siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið!

P.s. Heyrst hefur að Magnús Arason, nýkrýndur “Siglingamaður ársins” verði á staðnum og muni gefa eiginhandaráritanir fyrir þá sem vilja.

Magnús og Hulda Lilja sigl­inga­fólk árs­ins

DSC_0091

Magnús Arason og Hulda Lilja Hannesdóttir frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey voru kosin siglingamaður og siglingakona ársins á lokahófi Siglingasambands Íslands sem fór fram laugardaginn 15. nóvember.

Það er áhöfnin á Dögun, einnig frá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey sem er Íslandsbikarmeistari siglinga 2014 en í áhöfn er Þórarinn Stefánsson, Magnús Waage, Magnús Arason og Ólafur Már Ólafsson.
Önnur verðlaun:
Siglingaerfni ársins er Þorgeir Ólafsson (Brokey)
Sjálfboðaliði ársins er Aðalsteinn Jens Loftsson (Ýmir)
Strandbikarinn fékk Áki Áskeirsson (Brokey)
Ævintýrabikarinn fékk Kai Logemann (Brokey)
Kayakmaður ársins er Eymundur Ingimundarson
Kayakkona ársins er Klara Bjartmarz

 

DSC_0072

f.v. Ólafur Már Ólafsson, Magnús Arason, Magnús Waage og Úlfur Helgi Hrjóbjartsson (Fomaður SÍL)

DSC_0067

Þorgeir Ólafsson og Úlfur Helgi Hrjóbjartsson (Fomaður SÍL)

Jólakötturinn mælir með:

Blá+-+net

Sælir siglingamenn og sælar siglingakonur!

Á vormánuðum ýttum við Helga Lilja kærastan mín nýju fatamerki úr vör; bið að heilsa niðrí slipp. Hönnunin er einföld og stílhrein og ráða höfuðáttabaujurnar þar flestu, rétt eins og á sjó …

Lesa meira

Góðir gestir heimsóttu Brokey

Iceland Oct 16 to 20 2014 051

Nokkrir meðlimir Royal Nova Scotia Yacht Squadron frá Kanada komu í Lokabrok félagsins 18. október sl. en um 18 félagar klúbbsins komu til Íslands til að skoða og kynna sér land og þjóð. Hluti hópsins kom í heimsókn til okkar en stór hluti var á ferðalagi um suðurlandið þegar Lokabrokið var haldið og komst því ekki. Mjög mikil ánægja var með heimsókn hópsins til landsins, en þetta var fyrsta ferð næstum allra í hópnum til landsins. Greg Cameron var í forsvari fyrir hópinn en hann átti hugmyndina að ferðinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsókn til okkar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir gáfu okkur klúbbfánann sinn.

Fjölmennum á uppskeruhátíð SÍL

SILkort_03

Nokkrar myndir frá kranadegi

Floin

Kranadagurinn er punkturinn aftan við sumarið. Veðrið gat varla verið betra og allir hjálpuðust að. Hér eru nokkrar myndir.

Lesa meira

LokaBrok

LokaBrok2014

Nú komum við saman í félagsheimili okkar á Ingólfsgarði næsta laugardag og kveðjum frábært siglingasumar.
LokaBrokið hefst kl. 20 með léttum veitingum ásamt því að drykkir fást gegn vægu gjaldi.
Ræðuhöld og Reykjavíkurbikarinn verður afhentur.
Allir siglarar eru að sjálfsögðu velkomnir.

Kranadagur og LokaBrok

PA160005Þá er komið að því að hífa… enn og aftur. Kranadagur verður þann 18. október næstkomandi. Mæting er á Ingólfsgarði kl. 11:00 en háflóð verður um þrjúleytið. Við minnum á að flotbryggjunni verður lokað 1. nóvember, en þá eiga allir bátar að vera komnir annað.

Um kvöldið ætlum við svo að gera okkur glaðan dag í félagsheimilinu á Ingólfsgarði. LokaBrokið hefst kl. 20.

Barts Bash

bart

STÆRSTA SIGLINGAKEPPNI Í HEIMI
21. september. Start kl. 14:00
Tilraun til heimsmets (Guinness World Record)
Siglingasamband Íslands stendur fyrir þátttöku Íslendinga í stærstu siglingakeppni veraldar og um leið safna fjármunum til styrktar góðum málefnum. Keppnin verður haldin fyrir utan hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey.
Skráning hér: http://bartsbash.co.uk/club/icelandic-sailing-association

ATH. Hver og einn siglari verður að skrá sig til keppni og tiltaka nafn bátsins sem hann siglir.
Tímaáætlun:
13:00 Skipstjórafundur
13:55 Fyrsta flaut
14:00 Start
Boðið verður upp á veitingar í aðstöðu Brokeyjar strax eftir keppni
Keppnisbraut verður kynnt á skipstjórafundi
Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.
NOR: http://www.bartsbash.co.uk/sites/default/files/bb_nor.pdf

Síðasta þriðjudagskeppni sumarsins

Jón Pétur, keppnisstjóri félagsins boðaði til síðustu þriðjudagskeppni sumarsins þann 16. september. Til stendur að fá smá tilbreytingu á grillið, uppfæra drykkina og umfram allt að hafa gaman. Því hvetjum við alla sem bát valda að mæta og hífa upp segl og skemmta sér og öðrum.