Færslusafn

Nokkrar myndir frá kranadegi

Floin

Kranadagurinn er punkturinn aftan við sumarið. Veðrið gat varla verið betra og allir hjálpuðust að. Hér eru nokkrar myndir.

Lesa meira

LokaBrok

LokaBrok2014

Nú komum við saman í félagsheimili okkar á Ingólfsgarði næsta laugardag og kveðjum frábært siglingasumar.
LokaBrokið hefst kl. 20 með léttum veitingum ásamt því að drykkir fást gegn vægu gjaldi.
Ræðuhöld og Reykjavíkurbikarinn verður afhentur.
Allir siglarar eru að sjálfsögðu velkomnir.

Kranadagur og LokaBrok

PA160005Þá er komið að því að hífa… enn og aftur. Kranadagur verður þann 18. október næstkomandi. Mæting er á Ingólfsgarði kl. 11:00 en háflóð verður um þrjúleytið. Við minnum á að flotbryggjunni verður lokað 1. nóvember, en þá eiga allir bátar að vera komnir annað.

Um kvöldið ætlum við svo að gera okkur glaðan dag í félagsheimilinu á Ingólfsgarði. LokaBrokið hefst kl. 20.

Barts Bash

bart

STÆRSTA SIGLINGAKEPPNI Í HEIMI
21. september. Start kl. 14:00
Tilraun til heimsmets (Guinness World Record)
Siglingasamband Íslands stendur fyrir þátttöku Íslendinga í stærstu siglingakeppni veraldar og um leið safna fjármunum til styrktar góðum málefnum. Keppnin verður haldin fyrir utan hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey.
Skráning hér: http://bartsbash.co.uk/club/icelandic-sailing-association

ATH. Hver og einn siglari verður að skrá sig til keppni og tiltaka nafn bátsins sem hann siglir.
Tímaáætlun:
13:00 Skipstjórafundur
13:55 Fyrsta flaut
14:00 Start
Boðið verður upp á veitingar í aðstöðu Brokeyjar strax eftir keppni
Keppnisbraut verður kynnt á skipstjórafundi
Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.
NOR: http://www.bartsbash.co.uk/sites/default/files/bb_nor.pdf

Síðasta þriðjudagskeppni sumarsins

Jón Pétur, keppnisstjóri félagsins boðaði til síðustu þriðjudagskeppni sumarsins þann 16. september. Til stendur að fá smá tilbreytingu á grillið, uppfæra drykkina og umfram allt að hafa gaman. Því hvetjum við alla sem bát valda að mæta og hífa upp segl og skemmta sér og öðrum.

Frá Landhelgisgæslunni: Austurhöfn lokuð vegna flugeldasýningar á Menningarnótt

Eftirfarandi er frá Landhelgisgæslunni vegna menningarnætur:

menningarnott2014

Góðan daginn,

Laugardaginn 23.08.2014 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.

Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.

Gætuð þið vinsamlegast komið þeim skilaboðum áleiðis til ykkar félagsmanna ásamt því að setja kortið inn á heimasíður.

Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.

Kveðja
Marvin

Bestu kveðjur/Best Regards,

Marvin Ingólfsson

Íslandsmeistarar í sjöunda sinn

Áhöfnin á Dögun sigraði Íslandsmót kjölbáta í Skerjafirði í gær og eru þar með orðnir Íslandsmeistarar í sjöunda sinn. Alls voru sigldar átta umferðir, þar af fjórar í rokinu á laugardag, og hart var barist um sætin fram á síðustu stund.
image

Lesa meira

Frábær árangur hjá Brokeyjarliðinu

Brokeyjarliðið náði góðum árangri á Íslandsmóti kæna á Akureyri um helgina. Þorgeir Ólafsson varð Íslandsmeistari í Optimist og Andrés Nói Arnarsson varð í öðru sæti. Hulda Lilja Hannesdóttir og Hrefna Ásgeirsdóttir náðu 2. og 3. sæti á Laser Radial. Mótið fór fram á laugardag. Vindur var hægur og veður gott. Sigldar voru fimm umferðir og hörð barátta um sætin.

Allir verðlaunahafarnir á Akureyri

Allir verðlaunahafarnir á Akureyri

Lesa meira

Borgin sigraði í breytilegri

2014-08-05 18.17.20

Þetta var með réttu kallað breytileg átt, snérist 180 gráður með tveimur lognum inni á milli.
Fljótlega eftir ræsingu fór að bera á logninu og satt að segja voru horfurnar ekki bjartar. En eftir um tvo tíma skriðu bátar fyrir marklínu. Keppnisstjóri var Guðmundur Attenborough á Ögrun. Keppnin var svo svakalega róleg að keppnisstjórinn gleymdi sér við að fylgdist með tímgun og viðkomu mávastofnsins þannig að tímarnir eru fengnir með líkindareikningi og takið eftir … hann fékk sig ekki til að setja Ögrun í efsta sæti.
Lesa meira

Ögrun sigraði … að sjálfsögðu!

0C46C79C-94A5-4C98-AB8A-4403120A67F1@in.is

Vegna skorts á keppnisstjórum var ákveðið að áhöfnin á Ögrun tæki tímann á bátunum þar sem hún þótti líklegust til að koma fyrst í mark. Þeirri ákvörðum var stefnt í voða stuttu síðar því áhöfnin á Xenu mætti rétt fyrir start og hefði hæglega getað sett tímatökur í uppnám. Það vildi þó svo „vel“ til að Xena var vélarvana og þurfti að fara á seglum frá bryggju. Það olli lítils háttar töfum sem orsakaði það að Xena fór ekki yfir ráslínu fyrr en eftir dúk og disk. Það skýrir líka ljósmyndina, að Xena sé að slást við Aríu og Lilju á bauju úti við Akureyjarrif …
Lesa meira